Bygg er aðalverktakar að Norðurturn Smáralindar sem verður 15 hæða verslunar- og skrifstofuhúsnæði með kjallara, samtals um 17.000 m² að flatarmáli, hæð um 60m, en samhliða og vestan við turninn verður byggt 3ja hæða bílastæðahús með um 800 bílastæðum.

Þá verður byggð tengibygging sem tengir tvær neðstu hæðir Norðurturnsins við verslunarmiðstöðina Smáralind og loks glerlyftuhús sem mun tengja skrifstofusvæðið á 3. hæð í verslunarmiðstöðinni við bílastæðahúsið.

Image


Image

Image