Ásvellir 3-5 er klasi 7 húsa með alls 104 íbúðum, sem mynda umgjörð um 2 skjólgóða garða og útsýni til Ástjarnar og Ásfjalls í suðurbæ Hafnarfjarðar.
Húsin eru samkvæmt skipulagi Ask arkitekta. Húsin eru frá 5 hæðum niður í 2 með uppbrot í hallandi þökum. Litaspil var fyrirskrifað af skipulagshöfundum, uppbrot lita og forma sem gerir byggðina smágerðari útlits.
Á jörðu eru 60 bílastæði en í kjallara neðanjarðar 101, þar er að auki stórar hjóla og vagnageymslur, inntök ofl. Í nágrenninu er íþróttasvæði Hauka sem og margvísleg þjónusta, frábær sundlaug og margar verslanir.
Í húsunum er fjölbreytt samsetning íbúða, frá 2. herb upp í 5 herb íbúðir. Húsin eru einangruð að utan og klædd viðhaldsfríu áli í fjölbreyttum litum. Gluggar eru álklæddir timburgluggar.
Lóð er rúmgóð en ósnert náttúra hrauns og vatns tengist húsunum svo svæðið er paradís útivistarfólks.