Verk í vinnslu

Ásvellir 3-5 er klasi 7 húsa með alls 104 íbúðum, sem mynda umgjörð um 2 skjólgóða garða og útsýni til Ástjarnar og Ásfjalls í suðurbæ Hafnarfjarðar.

Húsin eru samkvæmt skipulagi Ask arkitekta. Húsin eru frá 5 hæðum niður í 2 með uppbrot í hallandi þökum. Litaspil var fyrirskrifað af skipulagshöfundum, uppbrot lita og forma sem gerir byggðina smágerðari útlits.

Á jörðu eru 60 bílastæði en í kjallara neðanjarðar 101, þar er að auki stórar hjóla og vagnageymslur, inntök ofl. Í nágrenninu er íþróttasvæði Hauka sem og margvísleg þjónusta, frábær sundlaug og margar verslanir.

Í húsunum er fjölbreytt samsetning íbúða, frá 2. herb upp í 5 herb íbúðir.   Húsin eru einangruð að utan og klædd viðhaldsfríu áli í fjölbreyttum litum. Gluggar eru álklæddir timburgluggar.

Lóð er rúmgóð en ósnert náttúra hrauns og vatns tengist húsunum svo svæðið er paradís útivistarfólks.

 

 

Markmiðið er að byggja upp hverfi sambærilegt að gæðum og Sjálandshverfið í Garðabæ. Byggingafélag Gylfa og Gunnars hefur staðið að þeirri uppbyggingu frá upphafi og byggt þar c.a 80% allra íbúða sem þar hafa risið. Á Kársnesi er þó gengið enn lengra í því að nýta nálægðina við hafið með uppbyggingu klúbbhúss fyrir Siglingafélagið Ýmir, sem stendur við smábátahöfnina í hverfinu. Nú þegar hefur klúbbhúsið verið tekið í notkun og starfsemi gengur vel. Þar er aðstaða til að taka inn báta til viðhalds auk veitinga- og félagsaðstöðu sem gerir þessa smábátahöfn iðandi af lífi.

Húsin verða þrjár – fjórar hæðir næst ströndinni og að tanga við smábátahöfnina en fara í fjórar – fimm hæðir innar á landinu. Hæðir húsanna verða þannig að útsýni verði úr sem flestum íbúðum og skuggamyndun verði sem minnst. Húsaþyrpingar verða flestar byggðar í kringum garða sem opnast í sólarátt. Áhersla er lögð á að sem flestar íbúðir njóti útsýnis yfir voginn og einnig rólegs umhverfis í görðum.

Austan svæðisins er náttúrleg fjara sem verður áfram óhreyfð og svæðið sem kallað er Höfði er undir bæjarvernd. Strandlengjan verður öll opin almenningi en hverfið verður kjörsvæði fyrir náttúruunnendur með gangstíg meðfram ströndinni og útsýni yfir voginn, Nauthólsvík og Öskjuhlíð. Stígurinn verður tengdur gangstígakerfi höfðuborgarsvæðisins og mun því verða falleg viðbót fyrir alla.

Samkvæmt gildandi skipulagi verða um 400 íbúðir í strandhverfinu Kársnesi.

 

Fossvogsvegur 15, er 15 íbúðir, þar af 11 raðhús á 2 hæðum, svo 4 stórar sérhæðir sem setjast ofan á sem 2. hæð frá götu.

Raðhúsin eru á aðalhæð og neðri hæð með skjólgóðum garði og verönd til suðurs, að auki eru stórar svalir frá stofu.

Sérhæðirnar hafa stóra þakgarða til suðurs og vesturs. Undir jörðu er bílageymsla fyrir 15 bíla, þá er í kjallara góð sameign f. inntök, hjóla og vagnageymslur ofl.

Þá er hægt að hafa lyftur frá bílageymslu upp til sérhæða á 3. hæð frá kjallara.  Lóðin er alls 4279m2 og snýr að gróðurlendi Fossvogs, engin hús fyrir neðan og fegurð svæðisins óviðjafnanleg.

Húsin eru hönnuð inn í skipulag Krads arkitekta, yfirbragð er hvítt með timburívafi.

Húsin eru einangruð að utan og klædd viðhaldsfríu sléttu áli, gluggar eru álklæddir timburgluggar.

 

Við Hjallabraut 49 í Hafnarfirði verða byggð 7 raðhús og 3 einbýlishús.

 

 

 

Í Reykjanesbæ er Byggingafélag Gylfa og Gunnars að byggja 500 íbúðir í hverfi sem nefnist Hlíðarhverfi.

Fyrsti áfanginn hefur nú verið kláraður og allar eignir þar seldar.

Framkvæmdir við annan áfanga eru komnar á fullt og má sjá skipulag hans á myndinni hér fyrir neðan.

Til að skoða skipulagið á PDF formi, smellið hér.

Til að skoða deiliskipulag hverfisins, smellið hér.