Fyrir Stuttu var undirritaður tímamótasamningur vegna kostunar á sýningum frá Formúlu 1 kappaksturinn á sjónvarpstöðinni Stöð 2 Sport. Það eru fyrirtækin BYGG, DHL, Lýsing og N1 sem munu færa íslenskum sjónvarpsáhorfendum Formúluna.  Undirritunin fór fram í veglegri Formúluveislu sem haldin var í Perlunni að viðstöddum hátt í 500 manns. Við undirritunina voru Gylfi Ómar  Héðinsson frá BYGG, Hermann Guðmundsson frá N1, Ari Edwald  frá 365, Halldór Jörgensson frá Lýsingu og Shad Hallam frá DHL.