19.02.2024

KPMG bauð heim í Borgartún 27 í tilefni af Svansvottun á endurbótum á húsnæðinu. Nær verkefnið til fimm hæða af átta, samtals um 4000 fermetrar. Gjörbreyting á öllu yfirbragði og skipulagi endurspeglar fallega hönnun og gott handverk. Margir lögðu hönd á plóginn; hönnuðir, starfsfólk Byggingarfélag Gylfa og Gunnars ásamt ýmsum verktökum. Framkvæmdastjóri Svansins, Guðrún Lilja Kristinsdóttir, afhenti Gunnari Þorlákssyni skjal til staðfestingar á vottun. Þetta verkefni er stærsta endurbótaverkefni sem hefur hlotið Svansvottun hérlendis.

Sjá hér frétt á heimasíðu Svansins á Íslandi:  Skrifstofuhúsnæði KPMG hlýtur Svansvottun

Hér má svo sjá nokkrar myndir sem voru teknar við tilefnið: