23.10.2019

 

Árlega vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangur.  Í ár hlaut Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. verðlaunin.

Til þess að hljóta þessi verðlaun þurfa fyrirtæki að uppfylla ýmis skilyrði sem snúa að rekstrinum.

Má þar meðal annars nefna lánshæfi, jákvæða rekstrarafkomu, eiginfjárhlutfall, ársreikningaskil, rekstrartekjur og eignastöðu.

Við hjá Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars erum stolt af því að komast í þennan hóp sem aðeins 2% fyrirtækja komast í.