Fréttir

27.02.2024

Sala er hafin á íbúðum í glæsilegum fjölbýlishúsum við Asparlaut 24-26 í Hlíðahverfi, Reykjanesbæ. 

Íbúðirnar eru frá 98.9 til 190.9 fm.

Hægt er að skoða söluvefinn með því að smella hér

 

Arkitektar húsanna eru KRARK.

 

19.02.2024

KPMG bauð heim í Borgartún 27 í tilefni af Svansvottun á endurbótum á húsnæðinu. Nær verkefnið til fimm hæða af átta, samtals um 4000 fermetrar. Gjörbreyting á öllu yfirbragði og skipulagi endurspeglar fallega hönnun og gott handverk. Margir lögðu hönd á plóginn; hönnuðir, starfsfólk Byggingarfélag Gylfa og Gunnars ásamt ýmsum verktökum. Framkvæmdastjóri Svansins, Guðrún Lilja Kristinsdóttir, afhenti Gunnari Þorlákssyni skjal til staðfestingar á vottun. Þetta verkefni er stærsta endurbótaverkefni sem hefur hlotið Svansvottun hérlendis.

Sjá hér frétt á heimasíðu Svansins á Íslandi:  Skrifstofuhúsnæði KPMG hlýtur Svansvottun

Hér má svo sjá nokkrar myndir sem voru teknar við tilefnið: 

 

07.02.2024

Salan hefur gengið vel í Nónhamri 2-4-6 og Hringhamri 1.  Er svo komið að allar íbúðir eru seldar.

 

 

20.10.2023

Við hjá Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars hf. erum stolt af því að vera valin framúrskarandi fyrirtæki af Creditinfo fimmta árið í röð!

 

Framúrskarandi fyrirtæki 2023

11.03.2021

Vinna gengur vel í Hamranesi í Hafnarfirði þar sem byggðar verða 75 íbúðir.

18.02.2021

Vinna er hafin við grunna í Hamranesi í Hafnarfirði þar sem BYGG mun byggja alls 75 íbúðir.  Áætlað er að afhending íbúða verði á næstu 18-22 mánuðum.

23.12.2020

Salan á eignum í Hlíðarhverfi í Reykjanesbæ hefur gengið vel og er svo komið að allar eignir í fyrsta áfanga eru seldar.

17.12.2020

Nú eru allar íbúðir seldar í Strikinu 1, Sjálandi.  

02.12.2020

Þau voru ekki lengi að seljast síðustu parhúsin í Lundi.  Einnig hefur salan í Lundi 22 gengið gríðarlega vel og eru aðeins 2 íbúðir óseldar.  Þetta eru því 2 síðustu nýju íbúðirnar í Lundi og hver að verða síðastur að tryggja sér nýja íbúð í þessu vinsæla hverfi.  

Hægt er að skoða söluvef Lundar 22 með því að smella hér.

19.11.2020

 

Þá höfum við hjá Byggingafélagi Gylfa og Gunnars lokið við okkar verkþátt í þessu áhugaverða og skemmtilega verkefni.  Það hefur verið frábært að hafa fengið tækifæri á að koma að framkvæmdum framtíðar æfingarsvæðis knattspyrnuliða í Reykjanesbæ.

 Vonum við svo innilega að ungir sem aldnir komi til með að njóta sín á nýjum upphituðum gervigrasvelli.

04.11.2020

 

Nú eru seinustu 2 parhúsin í Lundi komin í sölu - frábær staðsetning.  Skoðið húsin með því að smella hér.

 

11.10.2020

 

Annað árið í röð kemst Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. í hóp þeirra 2% fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði Creditinfo til að geta kallast Framúrskarandi Fyrirtæki.

 

 

07.10.2020

 

Það gengur vel að selja í bryggjuhverfinu á Kársnesi.  Nú er það Naustavör 11 sem er komin í sölu.  Skoðið íbúðir með því að smella hér.

 

25.09.2020

 

Lundur 22 er kominn í sölu.  Frábærar eignir á skjólsælum stað austast í Lundi.  Skoðið íbúðir með því að smella hér.

 

09.09.2020

 

Fjölbýlishúsahluti Lundar er gata ársins í Kópavogi í ár. Af því tilefni afhjúpaði forseti bæjarstjórnar, Margrét Friðriksdóttir, skilti þar sem kemur fram að Lundur sé gata ársins.

Auk þess að útnefna Lund götu ársins í bænum gróðursettu Margrét og Kristján Pálsson, formaður íbúasamtaka Lundar, tré á svæðinu.  Viðstaddir voru m.a. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, og Andri Steinn Hilmarsson, formaður umhverfis- og samgöngunefndar.


Bæjarstjórn Kópavogs velur ár hvert götu ársins í Kópavogi að fenginni tillögu umhverfis- og samgöngunefndar bæjarins. Fjölbýlishúsahluti Lundar varð fyrir valinu „enda gatan samsett af fallegum byggingum, grænu yfirbragði og umhverfi sem er heillandi og tekur vel á móti íbúum og gestum“, eins og fram kom í rökstuðningi nefndarinnar.

 

23.10.2019

 

Árlega vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangur.  Í ár hlaut Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. verðlaunin.

Til þess að hljóta þessi verðlaun þurfa fyrirtæki að uppfylla ýmis skilyrði sem snúa að rekstrinum.

Má þar meðal annars nefna lánshæfi, jákvæða rekstrarafkomu, eiginfjárhlutfall, ársreikningaskil, rekstrartekjur og eignastöðu.

Við hjá Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars erum stolt af því að komast í þennan hóp sem aðeins 2% fyrirtækja komast í.

 

14.3.2019

 

 Í sumar koma í sölu glæsileg rað- og parhús í Lundi í Kópavogi.  Um er að ræða 6 parhúsaeiningar í Lundi 26-28 og 3 raðhúsaeiningar í Lundi 80-84.

Fylgist með hér á bygg.is.

18.08.2018

 

Framkvæmdir ganga gríðarlega vel í Hlíðarhverfinu í Reykjanesbæ eins og sjá má á þessum myndum.

Efri myndin er tekin fyrir ári síðan, þann. 18.08.2017 en sú neðri í dag.

 

 

 

 

05.06.2018

Á dögunum var undirritaður samningur milli Byggingarfélags Gylfa og Gunnars (BYGG) og HK.

BYGG hefur verið áberandi í uppbyggingu Kópavogs undanfarin ár og byggt ótalmargar eignir í bæjarfélaginu.

Samningurinn milli HK og BYGG er til fjögurra ára og verður BYGG í kjölfarið aðalastyrktaraðili HK.

Allir keppnisbúningarfélagsins munu vera merktir lógó-i BYGG næstu fjögur árin.

 

Meðfylgjandi eru myndir frá undirskrift.

Frá vinstri til hægri:  Frosti Reyr Rúnarsson - formaður knattspyrnudeildar, Gunnar Þorláksson - BYGG, Sigurjón Sigurðsson - formaður HK, Gylfi Ómar Héðinsson - BYGG, Magnús Gíslason - varaformaður HK og Atli Geir Gunnarsson - BYGG

.

Frá vinstri til hægri:  Frosti Reyr Rúnarsson - formaður knattspyrnudeildar, Gunnar Þorláksson - BYGG, Sigurjón Sigurðsson - formaður HK, Gylfi Ómar Héðinsson - BYGG, Magnús Gíslason - varaformaður HK og Atli Geir Gunnarsson - BYGG

 

 

12.01.2018

Mikil ásókn hefur verið í íbúðir í húsunum tveimur við Lund 8-18 og er svo komið að allar íbúðirnar eru seldar.

23.10.2017

Framkvæmdir ganga vel í Naustavör og byrjað er að afhenda fyrstu íbúðir í Naustavör 7.

19.10.2017

 

Salan á Lundi 8-18 hefur farið gríðarlega hratt af stað.  Allar íbúðir eru nú seldar í Lundi 8-12 og aðeins 3 eftir í Lundi 14-18.

2.10.2017

 

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hefur fengið afhenta tvo öfluga Volvo FH dráttarbíla ásamt Reisch malarvögnum.

31.8.2017

 

Sala er hafin á íbúðum í glæsilegu 17 íbúða fjölbýlishúsi við Naustavör 7 í Bryggjuhverfinu í vesturbæ Kópavogs.

Íbúðirnar eru frá 83-182 fm..

Skoða má söluvef hér.

18.8.2017

 

Búið er að grafa grunna og fylla í púða fyrir um það bil 100 íbúðir og byjað að slá upp sökklum fyrir einbýishúsum.

Fljótlega verður farið að vinna að fjölbýlishúsum og parhúsum og mögulega geta fyrstu íbúar flutt í hverfið þegar líður á næsta ár.

Frekari upplýsingar um Hlíðahverfi má finna hér.

10.8.2017

 

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars leggur mikinn metnað í frágang lóða.  Því er sérstaklega ánægjulegt að Garðabær skuli hafa veitt lóð Nýhafnar 2-6 verðlaun.

Í umsögn dómnefndar segir:  "Lóðin við Nýhöfn 2-6 Sjálandi er til fyrirmyndar. Öll trjábeð með góðu yfirborðsefni og algerlega hrein og plöntum skynsamlega raðað niður. Grasfletir eru í augljóslega slegnir reglulega."

Meiri upplýsingar má finna á vef Garðabæjar með því að smella hér

23.7.2017

 

Gaman að segja frá því að nú eru allar íbúðir seldar í Löngulínu 20-26 í Sjálandinu, Garðabæ. 

30.6.2017

 

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hefur nú endurnýjað og bætt við véladeild sína.  Keyptar hafa verið þrjár hjólagröfur og ein 50 tonna beltagrafa - allar af Volvo gerð.

Á myndinni má sjá formlega afhendingu vélanna hjá Brimborg.

 

22.6.2017

 

Sala hefur gengið vel í Lundi 5 og er byrjað að afhenda fyrstu íbúðir til kaupenda.

 

21.6.2017

 

Rífandi sala í Lundi - allar íbúðir í Lundi 17-23 eru seldar.

 

8.4.2017

 

Sala gengur mjög vel í Sjálandi Garðabæ og er nú svo komið að allar íbúðir í Löngulínu 28-32 eru seldar.

 

7.4.2017

Í vikunni var tekin fyrsta skóflustunga fyrir nýju 500 íbúða hverfi í Reykjanesbæ.  Hverfið kallast Hlíðarhverfi.

Frá vinstri:  Hörður Már (fh. Miðlands), Guðlaugur (fh. Reykjanesbæjar), Gylfi Ómar (fh. BYGG), Kjartan Már bæjarstjóri (fh. Reykjanesbæjar), Atli Geir (fh. BYGG)

Frekari upplýsingar um hverfið má finna hér.

 

1.4.2017

Nú eru komið í sölu 9 íbúða hús við Nýhöfn 7 í Sjálandi Garðabæ.  Nýhöfn 7 er þriggja hæða álkætt fjölbýlishús staðsett við sjávarkambinn, mikið og óhindrað sjávarútsýni er úr íbúðum

 

Íbúðirnar eru frá 105 – 258 fm.

Meiri upplýsingar má finna með því að smella hér.

17.1.2017

Sala hefur gengið gríðarlega vel í Lundi 17-23 og nú er aðeins ein íbúð eftir.

Hér er um að ræða íbúð 201 í húsi nr. 23.

Íbúðin er á 2 hæðum og er 186.9 fermetrar að stærð.

 

Grunnmynd neðri hæðar:

 

Grunnmynd efri hæðar:

 

Meiri upplýsingar má finna með því að smella hér.

3.11.2016

 

 Nú eru komnar í sölu 38 íbúðir í Lundi 5. Frábært útsýni er úr húsinu yfir Fossvog og nágrenni.

Skoðið söluvef með því að smella hér.

9.9.2016 

 


Nú eru komnar í sölu 11 íbúðir í Lundi 25. Stærð íbúða er frá 111 til 179 fermetrar.

Skoðið söluvef með því að smella hér.

15.08.2016

Vindakór 10-12

Nú eru allar íbúðir seldar í Vindakór 10-12.

24.05.2016

Sala hefur gengið gríðarlega vel í Naustavör 2-12 á Kársnesinu og eru nú allar íbúðir seldar.

Framkvæmdir eru hafnar á næstu húsum sem liggja við höfnina og ráðgert er að íbúðir fari í sölu þegar líða fer á árið.  Þar er um að ræða íbúðir í mörgum stærðum frá ca. 70 fm. og upp í 200 fm. og verða flestar með hafnar- og sjávar útsýni.

23.02.2016

Nú eru öll rað- og parhúsin seld sem komin voru í sölu í Lundi.

Byrjað verður á fleiri rað- og parhúsum í mars.

10.12.2015

Nú eru allar íbúðir seldar í Nýhöfn 2-4-6.

18.10.2015 

Á dögunum var stórsteypa í Lundi 17-23.  Plata yfir bílskýli steypt, tæpir 600 rúmetrar.

16.9.2015

Sala hefur gengið mjög vel á Kársnesinu, allar íbúðir seldar í Naustavör 2-4 og 6, örfáar eftir í nr. 8-10 og 12.

14.4.2015

Nú eru allar íbúðir seldar í Lundi 2-6.

Lundur 2-4-6

 

C-vottun SI staðfestir að reksturinn er í góðum höndum, studdur með öflugu verkbókhaldi, góðri skipulagningu og með mikla sérstöðu varðandi áherslur í öryggis- og heilbrigðismálum.


Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. hefur staðist úttekt á öðru þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið C-vottun.

Smellið hér til að skoða frétt á vef Samtaka Iðnaðarins.

Búið er að afhenda allar íbúðir í Lundi 4 og er fólk nú þegar farið að flytja inn.

Lundur 6 verður svo afhentur í október/nóvember næstkomandi.

Í Lundi er ganga framkvæmdir vel og mikil ásókn í íbúðir.  15 nýjar íbúðir voru afhentar í apríl í Lundi 2.

Lundur 56-60

Sala er hafin á rúmgóðum rað- og parhúsum við Lund í Kópavogi.  Húsin eru 230-241 fm og eru á tveimur hæðum með bílskúr.   Húsin verða afhent tilbúinn til innréttinga að innan en einnig er möguleiki á að fá þau lengra kominn.  Húsin eru frágengin að utan.  Lóð verður frágengin svo og bílastæði.  Stéttar eru hellulagðar og hiti er í gangstíg framan við.  Bílastæði eru hellulögð.  Lóð er frágengin með grasþökum, timburverandir við húsin og gróður.

Nánari upplýsingar hér.

Langalína 15-23, framkvæmdir

Bygg ehf. hefur nú hafið framkvæmdir við 41 íbúðir við Löngulínu 15-23 í Sjálandshverfinu í Garðabæ.

Áætlað er að sala hefjist í sumar.

Lundur 92

Verið er að afhenda íbúðirnar í Lundi 92.

Er það fyrsta húsið sem er afhent í öðrum áfanga og er það samkvæmt áætlun.

Sala er hafin á íbúðum í glæsilegum álklæddum fjölbýlishúsum í Lundi 86-92 í Kópavogi.  Íbúðirnar eru frá 100-195 fm.  Stæði í bílageymslum fylgja öllum íbúðum.

Skoðið glæsilegan kynningarvef með því að smella hér.

Image

Tökum að okkur margvísleg viðhaldsverkefni og endurbyggingar.

Fáið tilboð frá traustum aðila með áratuga reynslu.

Upplýsingar gefur Konráð í síma 693 7303.

Ath.  Endurgreiðsla vsk. vegna vinnu er 100%

Fyrir Stuttu var undirritaður tímamótasamningur vegna kostunar á sýningum frá Formúlu 1 kappaksturinn á sjónvarpstöðinni Stöð 2 Sport. Það eru fyrirtækin BYGG, DHL, Lýsing og N1 sem munu færa íslenskum sjónvarpsáhorfendum Formúluna.  Undirritunin fór fram í veglegri Formúluveislu sem haldin var í Perlunni að viðstöddum hátt í 500 manns. Við undirritunina voru Gylfi Ómar  Héðinsson frá BYGG, Hermann Guðmundsson frá N1, Ari Edwald  frá 365, Halldór Jörgensson frá Lýsingu og Shad Hallam frá DHL.

9.9.2016 

 


Á dögunum tók Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar skóflustungu við Strikið 1 í Sjálandinu.

Þar mun rísa 42 íbúða hús fyrir eldri borgara.