18.02.2022
Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. er með 75 íbúðir í byggingu við Nónhamar 2-4 og 6 og Hringhamar 1 í Hamraneshverfi í Hafnarfirði.
Um er að ræða tveggja til fjögurra herbergja íbúðir og eru stærðirnar á bilinu 72-109 m2.
Öll húsin er klædd að utan, íbúðir með sér inngangi og hiti er í gólfum.
Afhending fyrstu íbúða er áætluð um næstu áramót og fyrstu íbúðirnar fara í sölu þegar líða fer á árið.