10.12.2021
Ár hvert senda íbúar Reykjanesbæjar inn ábendingar um vel heppnuð umhverfisverkefni í bænum. Valnefnd fer svo í gegnum ábendingarnar og veitir viðurkenningar fyrir það sem þykir skara framúr.
Í ár fær BYGG hf. verðlaun fyrir markvissa framkvæmd og uppbyggingu í Hlíðarhverfi.
Frá verðlaunaafhendingunni í Hljómahöllinni. Frá vinstri, Hörður Gylfason frá BYGG, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Hafþór Hilmarsson frá BYGG.