Eignir til sölu

10.07.2023

Sala er hafin á íbúðum í 3 glæsilegum fjölbýlishúsum við Nónhamar 2, 4 og 6 í Hafnarfirði. Íbúðirnar eru frá 57,3 til 109,1 fm..

Íbúðirnar verða með vönduðum innréttingum, í húsi 4 frá GKS – Gamla Kompaníið og í húsum 2 og 6 frá Axis. AEG eldhústæki frá Ormsson. Íbúðirnar eru ýmist með góðum svölum eða veröndum.

Hægt er að skoða söluvefinn með því að smella hér

 

24.02.2022

Sala er hafin á íbúðum í glæsilegu 24 íbúða fjölbýlishúsi við Hringhamar 1 í Hafnarfirði.  Íbúðirnar eru frá 68,4 til 86,9 fm.

Íbúðirnar verða með vönduðum innréttingum frá GKS – gamla kompaníið, og AEG eldhústækjum frá Ormsson. Íbúðirnar eru ýmist með góðum svölum eða veröndum.

Hægt er að skoða söluvefinn með því að smella hér

 

10.10.2022

Við hjá Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars hf. erum stolt af því að vera valin framúrskarandi fyrirtæki af Creditinfo fjórða árið í röð!

 

17.06.2022

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. hefur nú endurnýjað styrktarsamning sinn við HK.

Frá undirritun samningsins - frá vinstri:  Gylfi Ómar Héðinsson (BYGG), Pétur Örn Magnússon (HK) og Gunnar Þorláksson (BYGG)

 

 

 

 

12.04.2022

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. hefur hafið uppbyggingu á 2. áfanga í Hlíðahverfi Reykjanesbæ.

Um er að ræða rað- par- og fjölbýlishús, samtals 200 íbúðir.

Íbúðirnar eru tveggja til fimm herbergja, stærðir eru á bilinu 85 – 200 fermetrar.

18.02.2022

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. er með 75 íbúðir í byggingu við Nónhamar 2-4 og 6 og Hringhamar 1 í Hamraneshverfi í Hafnarfirði.

Um er að ræða tveggja til fjögurra herbergja íbúðir og eru stærðirnar á bilinu 72-109 m2.

Öll húsin er klædd að utan, íbúðir með sér inngangi og hiti er í gólfum.

Afhending fyrstu íbúða er áætluð um næstu áramót og fyrstu íbúðirnar fara  í sölu þegar líða fer á árið.

 

 

  

10.12.2021

Ár hvert senda íbúar Reykjanesbæjar inn ábendingar um vel heppnuð umhverfisverkefni í bænum.  Valnefnd fer svo í gegnum ábendingarnar og veitir viðurkenningar fyrir það sem þykir skara framúr.

Í ár fær BYGG hf. verðlaun fyrir markvissa framkvæmd og uppbyggingu í Hlíðarhverfi.

 Frá verðlaunaafhendingunni í Hljómahöllinni.  Frá vinstri, Hörður Gylfason frá BYGG, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Hafþór Hilmarsson frá BYGG.

 

 

  

06.05.2021

Nýverið var merkum áfanga náð hjá BYGG hf. þegar síðasta nýja íbúðin í Lundi var seld.

Það var í byrjun maí 2005 var hafist handa við að rífa þau rúmlega 20 hús sem áður tilheyrðu bóndabýlinu Lundi.

Þetta voru fjós, hlaða, íbúðarhús, fjölmargir kofar og geymslur sem mynduðu lítinn kjarna í Fossvoginum sem máttu muna sinn fífil fegurri eins og sjá má hér í myndbandinu:

 

Nú 16 árum síðar er svæðið gjörbreytt, BYGG hf. búið að reisa um 400 íbúðir í fjölbýlis-, par- og raðhúsum. 

Hverfið er vinsælt og var fjölbýlishúsahluti Lundar valinn gata ársins í Kópavogi árið 2020.

22.03.2021

Nú er Naustavör 44-50 í hinu vinsæla bryggjuhverfi við Kársnes komin í sölu.

Smellið hér til að skoða söluvef.

5.3.2020

Nú er Naustavör 36-42 komin í sölu.  Um er að ræða 44 íbúða fjölbýlishús í Bryggjuhverfinu í vesturbæ Kópavogs.

Íbúðirnar eru frá 84-208 fm.  Hægt er að skoða söluvef með því að smella hér.

 

6.11.2019

 

Sala er hafin á íbúðum í glæsilegu 18 íbúða fjölbýlishúsi við Naustavör 9 í Bryggjuhverfinu í vesturbæ Kópavogs.

Íbúðirnar eru frá 83-182 fm.  Hægt er að skoða söluvef með því að smella hér.

 

12.9.2019

 

Nú eru komin í sölu raðhúsin Lundur 80-84.  Hægt er að skoða söluvef með því að smella hér.

 

18.4.2019

 

Nú eru komin í sölu glæsileg rað- og parhús í Lundi í Kópavogi.  Um er að ræða 4 parhúsaeiningar og 6 raðhúsaeiningar.  Hægt er að skoða söluvef með því að smella hér.

 

13.02.2019

 

Sala er hafin á íbúðum í glæsilegu 44 íbúða fjölbýlishúsi við Naustavör 28-34 í Bryggjuhverfinu í vesturbæ Kópavogs

Íbúðirnar eru frá 76.46 til 244.9 fm, 2ja til 4ra herbergja.

Smellið hér til að skoða söluvef.

 

 

12.12.2018

 

 Nú er hafin sala á íbúðum í Strikinu 1 í Sjálandshverfinu í Garðabæ.  Íbúðirnar eru fyrir 60 ára og eldri.

Alls er um 42 íbúðir að ræða og eru stærðir á bilinu 84 til 174 fermetrar, 2ja til 3ja herbergja.

Smellið hér til að skoða söluvef.

 

 

30.08.2018

 

 

Sala er hafin í fyrsta áfanga Hlíðarhverfisins í Reykjanesbæ.

Þarna er um að ræða blandaða byggð einbýlishúsa, parhúsa, raðhúsa og lágreistra fjölbýlishúsa..

Smellið hér til að skoða söluvef.

 

 

29.08.2018

 

 

Sala er hafin á íbúðum í glæsilegu 19 íbúða fjölbýlishúsi við Naustavör 22-26 í Bryggjuhverfinu í vesturbæ Kópavogs.

Íbúðirnar eru frá 91.6 til 232.5 fm. og verða með vönduðum íslenskum innréttingum frá Brúnás og vönduðum AEG eldhústækjum. Íbúðirnar eru ýmist með góðum svölum eða stórum timburveröndum. Stæði í bílageymslu fylgja öllum íbúðum.

Smellið hér til að skoða söluvef.

 

 

8.3.2018

 

Sala íbúða á Kársnesinu hefur gengið gríðarlega vel.  Allar íbúðir í Naustavör 7 eru seldar og sala á Naustavör 16-20 fer vel af stað.

27.2.2018

 

Naustavör 16-18 og Naustavör 20 eru nú komin í sölu í bryggjuhverfinu vestast í Kópavogi - frábær staðsetning!

Skoða má söluvef fyrir Naustavör 16-18 með því að smella hér og hús nr. 20 má skoða hér.

6.2.2018

 

Nú er Lundur 7-13 kominn í sölu.  Hér er um að ræða íbúðir í 3 húsum vestast í Lundi.

Skoða má söluvef með því að smella hér.

4.10.2017

 Lundur 8-18

Nú er Lundur 8-18 kominn í sölu.  Um er að ræða alls 13 íbúðir, stærðir frá 102,7 m2 upp í 178,2 m2.

Skoða má söluvef með því að smella hér.

8.6.2016 

 


Nú eru komnar í sölu 33 íbúðir í Löngulínu 20-26. Stærð íbúða er frá 93 til 188 fermetrar.

Mikið og óhindrað sjávarútsýni!

Skoðið söluvef með því að smella hér.

1.10.2015 


Nú eru komnar í sölu glæsilegar íbúðir í Lundi 17-23. Stærð íbúða er frá 98 til 238 fermetrar.

Skoðið söluvef með því að smella hér.

21.4.2015 

Sala er hafin á íbúðum í sérlega glæsilegu 3ja hæða álklæddu fjölbýlishúsi við Löngulínu 28-32 í Sjálandi í Garðabæ. Íbúðirnar eru frá 105-188 fm. Íbúðirnar verða með vönduðum íslenskum innréttingum frá Brúnás og vönduðum AEG eldhústækjum. Íbúðirnar verða ýmist með tvennum svölum eða stórum timburveröndum og svölum. Stæði í bílageymslu fylgja öllum íbúðum.  

Hægt er að skoða söluvef með því að smella hér.

3.9.2015 


Nú eru komnar í sölu glæsilegar íbúðir í 5 hæða húsi við Vindakór 10-12. Stærð íbúða er frá 113.6 til 144 fermetrar.

Húsið er staðsett við mikla útivistarparadís, Elliðavatn og Heiðmörk er í göngufæri.

Vindakór 10 – 12 er þegar fullbúið og eru íbúðirnar tilbúnar til afhendingar nú þegar.

Skoðið söluvef með því að smella hér.

 

Nú eru komnar í sölu glæsilegar íbúðir í Bryggjuhverfinu í Kópavogi, nánar tiltekið við Naustavör 2 og Naustavör 4-8.  Naustavör 10-12 mun svo koma í sölu síðar.  

Skoðið glæsilegan söluvef með því að smella hér.

Lambhagavegur

Um er að ræða eina bestu byggingarlóðina við Vesturlandsveg.

Byggingarmagn er 4.500 fm.  Staðsetning er við Vesturlandsveg beint fyrir framan Bauhaus.

Allar upplýsingar gefur Gunnar í síma 693-710.